0

Barbie

Filter by
Age
Price
Reset filter
Apply

Barbie

Barbie heitir réttu nafni Barbara og er fædd 9. mars 1959 og mjög meðfærileg og veraldsvön.

Í gegnum tíðina hefur BARBIE ferðast um óravíddir geimsins löngu áður en fyrstu menn ferðuðust til tunglsins, boðið sig fram til forseta og leikið í fjölmörgum bíómyndum. Það er ekkert sem þessi unga dama getur ekki!

Toys”R”us hefur safnað saman ótrúlegu magni af BARBIE dúkkum, sem þú finnur einmitt hér á heimasíðunni. Við bjóðum þig velkomin í heim BARBIE.

Móðir Barbie, Ruth, fylgdist einu sinni með dóttur sinni leika sér með dúkkur gerðar úr pappa og tók eftir svolitlu undarlegu, dúkkurnar höfðu fengið hlutverk kvenna um starfsferil sem var óvenjulegt á þeim tíma. Ruth fékk þá hugmynd að hanna dúkku sem væri táknmynd þess að ungar stúlkur gætu orðið hvað sem þær vilja.

BARBIE sló í gegn og skapaði mikla gleði meðal barna og unglinga um allan heim. Annar heimur af hlutverkaleik uppgötvaðist og blómstrar enn þann dag í dag.

BARBIE og öll hennar hlutverk

Hin vinsæla BARBIE er í dag sígilt leikfang og þú hefur eflaust sjálf/ur átt eina eða fjórar BARBIE dúkkur í gegnum árin, leikfangið erfist jafnvel niður ættliði. Í gegnum árin hefur fallega BARBIE fjölskyldan stækkað, BARBIE fann ástina í lífi sínu sem við öll þekkjum sem KEN og þau eignuðust mörg börn og ymis gæludyr.

BARBIE hefur ferðast út um allan heim og elskar ekkert meira en að keyra í BARBIE-bílnum sínum og slappa af í Malibu Dream House þar sem alltaf er nóg pláss fyrir fjölskylduna og góða vini.

BARBIE er stór í tískuheiminum og hefur yfir milljón fylgjendur á Instagram, þess vegna er mikilvægt að BARBIE sé alltaf vel til höfð og góð fyrirmynd. Barnið getur klætt hana í föt sem fatahönnuðir BARBIE hafa hannað og saumað sértaklega fyrir hana.

BARBIE hjá Toys”R”us

Það er svo sannarlega til BARBIE dúkka fyrir alla og fyrir öll tilefni, hvor sem það er til þess að safna þeim eða leika með þær. Dúkkan hefur verið gefin út í öllum húðlitum enda er BARBIE klassískt leikfang um allan heim og á að gefa stúlkum um alla heim þau skilaboð að þú getur verið allt sem þig dreymir um.

Þú getur sjálf/ur valið hvaða starf og frístundir þín BARBIE dúkka hefur hvort sem það er læknir eða yoga kennari, þess vegna hvoru tveggja! Toys”R”us hefur nefnilega fyllt heimasíðuna af BARBIE og öllum hennar frábæru fylgihlutum.

We use cookies Accept Read more