0

Building Blocks & Building Sets

Filter by
Age
Price
Reset filter
Apply

Einn stakur kubbur er ekkert rosalega spennandi en þegar hann er settur saman með öðrum kubbum opnast allt annar heimur af leik og góðri skemmtun.

Börn elska að byggja og búa til allskonar hluti, þessvegna höfum við hjá Toys”R”us safnað saman öllum flottustu og svölustu kubbunum frá hinum ýmsu merkjum á einn stað. Pantaðu það í dag og við sjáum til þess að leikfangið komist öruggt og hratt heim til þín. Börnin verða tvímælalaust ofsakát.

Byggðu og leiktu þér með vinsælu LEGO-kubbunum

Þegar barnið þitt situr með áhugaverð byggingarsett og flotta kubba opnast nýr og spennandi fantasíu heimur, heimur þar sem barninu lærist skapandi hugsun og nýsköpun. Til að byrja með reyna kubbarnir á þolinmæði og einbeitingu en þegar búið er að byggja tekur við eintóm skemmtun og endalausir leikir.

Með hverju byggingarsetti fylgja nákvæmar leiðbeiningar um hvernig kubbarnir passa saman og hvað barnið getur búið til. Þrátt fyrir það er engin sem segir að það þurfi að fylgja þeim, leyfðu hugmyndafluginu að leika lausum hala og sjáðu hvert það tekur þig.

Hér fyrir ofan finnur þú ótrúlegt úrval af LEGO kubbum og leikföngum. LEGO er eitt af þeim allra stærstu leikfangafyrirtækjum í heimi og kunna svo sannarlega að búa til leikföng sem bjóða upp á endalaust skemmtilega og lærdómsríka leiki. Elskar barnið þitt LEGO, skoðaðu vinsælustu LEGO-leikfangasettin hér á heimasíðu Toys”R”us:

  • LEGO CITY
  • LEGO STAR WARS
  • LEGO CREATOR
  • LEGO FRIENDS

Kubbar og byggingarsett hjá Toys”R”us

Hvaða kubba og byggingarsett dreymir barninu þínu um? Barnið getur alveg sjálft byggt allt frá grunni. Maður er þó aldrei of gamall til að leika sér LEGO! Skapið skemmtilega fjölskyldustund með flottum byggingarsettum og kubbum frá Toys”R”us.

Hér finnur þú einnig frábært úrval af BOSCH leikfangaverkfærum sem líta alveg eins út og alvöru verkfærin í skúrnum heima og meira að segja gefa frá sér sömu hljóð. Núna getur barnið hjálpað til við að byggja pallinn heima eða hengja myndir uppá veggina.

Góða skemmtun!

We use cookies Accept Read more