Persónuverndarstefna

Með notkun þinni á þessu vefsvæði og tengdri þjónustu samþykkir þú að TOYS“R“US vinni úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við þessa persónuverndarstefnu.

Vefsvæðið www.toysrus.is er í eigu og undir stjórn: TOP-TOY A/S, Delta Park 37 2665 Vallensbæk, Danmörk, skrán.nr.: 10 83 92 38. TOP-TOY er ábyrgðaraðili gagna fyrir meðhöndlun persónuupplýsinga sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu.

TOYS"R“US gerir sér fulla grein fyrir þörfinni fyrir viðeigandi vernd og örugga vinnslu allra persónuupplýsinga sem okkur eru sendar. Ef þú samþykkir ekki persónuverndarstefnu okkar biðjum við þig annað hvort að hætta notkun þessa vefsvæðis eða slökkva á kökum, samkvæmt því sem fram kemur hér neðan. Með því að slökkva á kökum minnkar þú hugsanlega virkni vefsvæðisins okkar. 

Persónuupplýsingar

Til persónuupplýsinga teljast allar upplýsingar sem hægt er að nota til að persónugreina einstaklinga, þar með talið, en takmarkast ekki við, fornafn og eftirnafn viðkomandi, aldur, kyn, heimilisfang eða annað áþreifanlegt aðsetur, netfang eða aðrar samskiptaupplýsingar, hvort sem þær varða einkaheimili viðkomandi eða vinnustað.

Söfnun okkar og vinnsla persónuupplýsinga er hluti af rekstri vefsvæðisins www.toysrus.is og í því skyni höfum við innleitt þessa persónuverndarstefnu. Í persónuverndarstefnunni er tilgreint hvernig við vinnum úr þeim persónuupplýsingum sem við notum og söfnum um þig þegar þú notar þjónustu okkar.  

Þegar við biðjum þig að gera persónuupplýsingar þínar aðgengilegar okkur munum við upplýsa þig um það hvaða persónuupplýsingum er unnið úr og í hvaða tilgangi. Þú færð upplýsingar um þetta þegar persónuupplýsingum um þig er safnað.

 

Hvað persónuupplýsingum söfnum við og vinnum úr?

Þú getur hvenær sem er farið inn á þetta vefsvæði án þess að segja til nafns eða veita nokkrar aðrar persónuupplýsingar. Við munum þó geta séð IP-töluna sem þú notar. Kökur sem við söfnum kunna að innihalda persónugreinanlegar upplýsingar, samkvæmt hluta um kökur hér að neðan.   

 

Að því sögðu þarf TOYS“R“US að nota tilteknar persónuupplýsingar til að eiga viðskipti við þig, senda þér fréttir af starfi fyrirtækisins og veita þér aðra þjónustu.

Persónuupplýsingar sem TOYS”R”US notar innihalda einkum:

  • Almennar persónuupplýsingar sem safnað er með því að biðja um samskiptaupplýsingar um þig
  • Upplýsingar sem eru hluti af fyrirspurn sem þú sendir okkur, kvörtunum, endurgjöf o.þ.h.

TOYS”R”US safnar og geymir persónuupplýsingar um þig í sérstökum tilgangi eða í öðrum lögmætum tilgangi. TOYS”R”US safnar og vinnur úr upplýsingum um þig þegar þú:

  • Greiðir fyrir kaup
  • Sendir okkur fyrirspurn, kvörtun eða endurgjöf, eða
  • veitir með öðrum hætti persónuupplýsingar um þig gegnum vefsvæði okkar eða eftir öðrum leiðum.

TOYS”R”US safnar þeim persónuupplýsingum sem nauðsynlegar teljast (t.d. netfang eða einkaaðsetur) í því skyni að geta veitt umbeðna vöru eða þjónustu og bæta upplifun notenda, þ.m.t. atferlismiðaða markaðssetningu sem sniðin er að reikningi viðskiptavina og kaupferli. Skráning persónuupplýsinga og upplýsingar sem vísa til einstaklinga eru nauðsynlegar í því skyni að greina hvernig notendur okkar nýta sér vefsvæði TOYS”R”US gegnum Adobe Omniture.

TOYS”R”US safnar ekki upplýsingum um viðskiptavini frá þriðju aðilum. Við geymum heldur ekki hjá okkur neinar greiðsluupplýsingar, svo sem reikningsnúmer á debetkortum, bankareikningsnúmer o.þ.h.

Þú getur lesið meira um tiltekna þjónustu í eftirfarandi texta. TOYS”R”US fylgir ævinlega þeim meginreglum sem tilgreindar eru fyrir hverja þjónustu.

Samningur við leyfisveitanda um persónuupplýsingar

Þetta vefsvæði er rekið af TOP-TOY A/S („TOP-TOY“) samkvæmt leyfi frá TOYS “R” US, INC og Geoffrey, LLC (sameiginlega, „leyfisveitendur“). Með því að nota þetta vefsvæði samþykkir þú að TOP-TOY framsendi gögn til leyfisveitenda og fulltrúa þeirra, svo sem upplýsingar um nöfn, aðsetur, símanúmer, netföng, kreditkortanúmer, innkaupaferil og skráningarupplýsingar sem þú notar og/eða býrð til í tengslum við notkun þessa vefsvæðis.

Tilgangur slíkra flutninga á gögnum og öðrum persónuupplýsingum, svo sem þær sem eru skilgreindar hér að ofan, er að gera leyfisveitendum kleift að þjónusta þig sem viðskiptavin hjá netverslun Toysrus.com, vinna úr og nota persónuupplýsingarnar þínar og að markaðssetja, selja eða meðhöndla á annan hátt gögn frá þér án hindrunar, fari svo að leyfi sem í gildi eru á milli TOP-TOY og leyfisveitenda renni út eða falli úr gildi.

Þú átt rétt til að afturkalla hvenær sem er slíkt samþykki fyrir skilyrtum flutningi á viðskiptavinagögnum þínum eða persónuupplýsingum, með því að senda tilkynningu til TOP-TOY á netfangið customerservice@toysrus.xx. Þetta samþykki er sem fyrr háð gildandi lögum á hverjum tíma. Þetta samþykki mun einnig teljast ógilt ef það stangast á við gildandi lög.

Við gerum persónuupplýsingar um þig aðgengilegar viðskiptafélögum okkar og öðrum aðilum, t.d. í markaðssetningarskyni. Þú getur hvenær sem er andmælt slíkri upplýsingagjöf

Ef þú samþykkir ekki mun það ekki vernda þig gegn birtingu persónuupplýsinga þinna ef okkur ber lagaleg skylda til að birta slíkar upplýsingar, t.d. sem lið í áskilinni skráningu hjá yfirvaldi.

 

 

Með hverjum deilum við persónuupplýsingum?

Í því skyni að veita þér þjónustu okkar verða upplýsingarnar sem þú hefur gefið upp á www.toysrus.is aðeins framsendar til:

  • Til deilda innan fyrirtækisins;
  • Til valdra, traustra þriðju aðila, í þeim tilgangi sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu.

Við notum aðeins vinnsluaðila gagna sem veita nægilegar tryggingar fyrir því að þeir geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að vinnslan uppfylli kröfur viðeigandi laga um gagnavernd. Hafi vinnsluaðili gagna komið undir sig fótum í þriðja landi munum við tryggja að viðeigandi öryggisráðstöfunum verði beitt áður en vinnsluaðili gagna fær aðgang að persónuupplýsingum.

Persónuupplýsingar þínar verða unnar í trúnaði af TOP-TOY og af þriðju aðilum sem hafa heimild til þess frá fyrirtækinu. Við munum ekki birta þriðju aðilum persónuupplýsingar nema þú hafir samþykkt slíkt, eða okkur beri lagaleg skylda til að birta slíkar persónuupplýsingar.

TOYS”R”US veitir öðrum aðilum, til dæmis skráningaraðilum brota, í samræmi við gildandi lög, aðeins aðgang að persónuupplýsingum ef viðskiptavinurinn sem um ræðir hefur orðið uppvís að misnotkun, sviksemi eða öðrum brotum gegn TOYS”R”US.

Í því skyni að þróa og bæta www.toysrus.is, söfnum við tölfræðilegum upplýsingum um notkun viðskiptavina okkar á vefsvæði. Þessi tölfræðigögn eru aðeins notuð í samantektarformi, til dæmis til að fylgjast með því hvaða vefsíður og vafra viðskiptavinir okkar nota helst. TOYS”R”US notar Adobe Omniture til að safna tölfræðigögnum.

Fyrir utan fyrrgreind tilvik mun TOYS”R”US ekki veita neinar upplýsingar um notkun viðskiptavina á þjónustu www.toysrus.is

Við vinnum aðeins úr persónuupplýsingum sem tengjast beint viðfangsefni hverju sinni

Við vinnum aðeins úr persónuupplýsingum um þig sem tengjast beint viðfangsefni hverju sinni og að því marki sem nauðsyn krefur í þeim tilgangi sem lýst er hér að ofan. Tilgangurinn ræður því hvaða gerð persónuupplýsinga við vinnum úr. Hið sama á við um umfang persónuupplýsinga sem við notum, þ.e. við notum persónuupplýsingar ekki í meiri mæli en nauðsynlegt telst, í þeim tilgangi sem á við um gagnavinnsluna hverju sinni. 

Við vinnum aðeins úr persónuupplýsingum sem tengjast beint viðfangsefni hverju sinni

Við söfnum aðeins, vinnum úr og vistum persónuupplýsingar sem teljast nauðsynlegar í tilgreindum tilgangi. Að auki er hugsanlegt að lög kveði nánar á um hvaða gerðum persónuupplýsinga telst nauðsynlegt að safna og vista, t.d. vegna viðskiptaaðgerða og laga um reikningshald. Gerð og umfang persónuupplýsinga sem við vinnum úr kann einnig að ráðast af kröfum í samningum eða öðrum lagalegum skuldbindingum.

Við skoðum og uppfærum persónuupplýsingar þínar

Við gætum þess einnig að persónuupplýsingar þínar í okkar vörslu séu hvorki rangar né villandi. Við gætum þess einnig að persónuupplýsingar þínar verði uppfærðar jafnt og þétt.

Þar sem þjónusta okkar reiðir sig á að persónuupplýsingar þínar séu réttar og uppfærðar biðjum við þig að láta okkur vita ef einhverjar breytingar verða á persónuupplýsingum um þig. Þú getur skráð þig inn á notandasíðuna þína á vefsvæðinu okkar eða notað samskiptaupplýsingarnar hér að ofan til að láta okkur vita um breytingarnar. Við munum einnig, ef þörf krefur, biðja þig að uppfæra gögnin þín, t.d. í fréttabréfi frá okkur. 

Við eyðum persónuupplýsingum um þig þegar við teljum ekki lengur nauðsynlegt að geyma þær

Við munum eyða persónuupplýsingum um þig þegar slíkra upplýsinga er ekki lengur þörf í tengslum við þann tilgang sem var upphafleg ástæða söfnunar, vinnslu og geymslu upplýsinganna.

Við munum geyma persónuupplýsingar sem okkur er skylt að geyma, samkvæmt lögum.

Hvar eru persónuupplýsingar um þig geymdar?

Persónuupplýsingar eru geymdar á netþjónum í annað hvort Danmörku/öðru aðildarríki ESB eða á netþjónum í BNA, svo fremi sem unnt er að framsenda gögn þangað í samræmi við gildandi löggjöf. Úrvinnsla einhverra persónuupplýsinga er í höndum þriðja aðila sem geymir og meðhöndlar persónuupplýsingar fyrir hönd TOYS”R”US í samræmi við þessa persónuverndarstefnu og gildandi lög um vernd persónuupplýsinga. Við notum vinnsluaðila gagna innan ESB. Við geymum persónuuplýsingar aldrei lengur en nauðsyn krefur, í þeim tilgangi sem tilgreindur er hér að ofan.

Réttindi skráðs einstaklings

Þú hefur hvenær sem er möguleika á að breyta reikningsupplýsingum þínum, þ.m.t. til að gefa til kynna hvort þú vilt að við sendum þér upplýsingar um tilboð eða þjónustu. Þú getur hvenær sem er afturkallað samþykki þitt að því er varðar fréttabréfið með því að smella á tengil til að hætta í áskrift sem finna má í fréttabréfinu.

Þú átt rétt til að fá aðgang að persónuupplýsingum þínum

Þú átt hvenær sem er rétt til að fá upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem við vinnum úr um þig, hvaðan gögnunum er safnað og í hvaða tilgangi þau eru notuð. Þú átt einnig rétt til að fá upplýsingar um lengd þess tímabils sem persónuupplýsingar eru geymdar og hverjir viðtakendur persónuupplýsinga þinna eru, fari svo að við framsendum persónuupplýsingar innan Danmerkur og/eða erlendis.

Ef þú óskar eftir því getum við upplýst þig um hvaða persónuupplýsingar við vinnum úr sem varða þig og sent þér afrit af þeim upplýsingum. Þann aðgang er þó heimilt að takmarka í því skyni að tryggja persónuvernd annarra einstaklinga, verja viðskiptaleyndarmál og vernda hugverkaréttindi. Þú getur nýtt þér réttindi þín með því að hafa samband við okkur.

Þú átt rétt á að láta leiðrétta gögn, takmarka aðgang að þeim eða eyða þeim

Ef þú telur að persónuupplýsingar sem við vinnum úr um þig séu ekki réttar áttu rétt á að fara fram á leiðréttingu á þeim eða takmörkun aðgangs að þeim. Þú þarft að hafa samband við okkur, upplýsa okkur um rangfærslur og hvernig leiðrétta á upplýsingarnar, eða hvaða gögn þú telur að takmarka eigi aðgang að. 

Í sumum tilvikum ber okkur skylda til að eyða persónuupplýsingum um þig. Það kann að eiga við ef þú afturkallar samþykki. Ef þú álítur að persónuupplýsingar þínar séu ekki lengur nauðsynlegar, í þeim tilgangi sem þeim er safnað, átt þú rétt á að fara fram á að þeim verði eytt. Þú getur einnig haft samband við okkur ef þú álítur að unnið sé með persónuupplýsingar þínar í bága við gildandi lög eða aðrar lagalegar skuldbindingar.   

Ef þú leggur fram beiðni um að persónuupplýsingar þínar verði leiðréttar, aðgangur að þeim takmarkaður eða þeim eytt munum við kanna hvort farið hefur verið að skilyrðunum. Ef svo er munum við framkvæma umbeðnar leiðréttingar eða eyðingu gagna svo fljótt sem auðið er. 

Þú átt rétt á að andmæla

Þú átt rétt á að andmæla, af ástæðum sem tengjast sérstökum aðstæðum þínum, vinnslu persónuupplýsinga er varða þig. Þú getur einnig andmælt framsendingu gagna um þig í beinum markaðssetningartilgangi. Þú getur nýtt þér réttindi þín með því að hafa samband við okkur. Samskiptaupplýsingar okkar er að finna efst. Ef andmæli þín reynast réttmæt munum við hætta vinnslu persónuupplýsinga þinna.

Þú átt rétt til að flytja eigin gögn

Þú kannt að hafa rétt til að stjórna eigin gögnum að því marki sem vinnslan er sjálfvirk. Réttur til að flytja eigin gögn felur í sér rétt til að fá sendar persónuupplýsingar er varða þig, sem þú hefur sent okkur, á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði og rétt á að senda þessar upplýsingar til annars ábyrgðaraðila gagna, án hindrana.

Kvörtun lögð fram

Ef þú vilt leggja fram kvörtun vegna vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum getur þú haft samband við þjónustuver okkar.

Einnig er hægt að hafa samband við Persónuvernd: Rauðarárstígur 10, 105 Reykjavík, Iceland. Tel. +354-510-9600, e-mail: postur@personuvernd.is

 

Kökur

Auk þeirra upplýsinga sem þú veitir í tengslum við áskrift að fréttabréfi og aðra þjónustu notar vefsvæði okkar kökur. Kökur eru stafrænir upplýsingapakkar sem vefsvæðið geymir á harða diskinum þínum. Kökur auðkenna ekki einstaklingsnotendur heldur auðkenna þvert á móti tæki notandans, til dæmis einkatölvu, farsíma o.s.frv. Kaka er ekki forrit og inniheldur ekki vírusa.

Ef þú vilt ekki að slíkum upplýsingum verði safnað skaltu eyða kökum úr tölvunni og hætta allri frekari notkun á vefsvæðinu. Leiðbeiningar er að finna á: http://www.youronlinechoices.com/uk/faqs. Ef þú lokar fyrir eða eyðir kökum frá okkur kanntu að eiga á hættu að vefsvæðið okkar virki ekki sem skyldi og að þú fáir ekki aðgang að öllu efni þess.

Kökur eru notaðar í því skyni að bæta þjónustuna á vefsvæðinu, til dæmis þegar notandi notar innkaupakörfuna á vefsvæðinu eða heimsækir vefsíðu með upplýsingum um vöru. Notkun á kökum er engin ógn við öryggi þitt þegar þú notar vefsvæðið.

TOYS”R”US notar kökur á vefsvæði okkar til að hámarka virkni og gæði vefsvæðisins. Kökur okkar hjálpa þér að gera upplifun þína af heimsóknum á vefsvæði okkar sem allra besta.

Við leyfum þriðju aðilum einnig að setja kökur inn á vefsvæði okkar (svonefndar þriðju aðila kökur). Við notum markaðssetningar- og fínstillingarkökur í því skyni að hámarka gæði þeirra þjónustu sem veitt er á vefsvæði okkar.

Hér á eftir er tilgreint nánar hvaða gögnum er safnað, hver tilgangur söfnunarinnar er og hvaða þriðju aðilar fá aðgang að gögnunum.

Hvaða kökur notum við?

Við notum 23 mismunandi kökur:

Heiti köku    

Kerfi (eigandi)

Lokadagsetning

Notkun

Lotukökur:

SC_ANALYTICS_

SESSION_COOKIE

Sitecore DMS

Eftir hverja lotu

Rekur köku til Sitecore DMS

ASP.NET_SessionId

Kerfi

Eftir hverja lotu

Rakning lotu

TT_Sessionid

Viðskiptakerfi

Eftir hverja lotu

Rakning lotu viðskiptakerfis

S_temp_SCCT

Viðskiptakerfi

Eftir hverja lotu

Rakning lotu fyrir innkaupakörfu

Cps

Omniture

Eftir hverja lotu

Rekur uppruna tilvísunar

S_ria

Omniture

Eftir hverja lotu

RIA-tegundir sem notandi keyrir (Silverlight, Flash, o.fl.)

S_cpc

Omniture

Eftir hverja lotu

Notað til að reikna út hlutfall synjana

Internal_campaign

Omniture

Eftir hverja lotu           

Borðar sem notandi smellti á

S_cc

Omniture

Eftir hverja lotu

Ákvarðar hvort stefna um kökur er samþykkt

S_sq

Omniture

Eftir hverja lotu

Inniheldur upplýsingar um fyrri tengla sem notandi hefur smellt á

S_ppv

Omniture

Eftir hverja lotu

Hlutfall gesta á vefsvæðinu

Fyrirliggjandi kökur:

Óskalisti

Viðskiptakerfi

2 vikum eftir síðustu heimsókn

Man vörur sem settar voru á óskalista

SC_ANALYTICS_ GLOBAL_COOKIE

Sitecore DMS                       

1 ár

Rekur kökur til Sitecore DMS

s_cpm

Omniture

5 ár

Notandi

Viðskiptakerfi

1 ár

Rekur notanda gegnum innkaup

S_nr

Omniture

12 dagar

Auðkenning á stakri heimsókn

S_visit

Omniture

30 mínútur

Fjöldi flettinga í stakri heimsókn 

S_lv

Omniture

3 ár

Dagar frá síðustu heimsókn

S_lv_s

Omniture

1 dagur

Dagar frá síðustu heimsókn

Gpv_p12

Omniture

1 klukkustund

Fyrra gildi fyrir svæðisheiti

Gpv_p13

Omniture

1 klukkustund

Fyrra gildi rásar 

Gpv_p14

Omniture

1 klukkustund

Fyrra gildi fyrir svæðisheiti

S_vi

Omniture

Meira en 3 ár

Rakning á innskráningum í Omniture á heimsvísu þvert á alla Omniture-notendur

Sporing af globalt Omniture login på tværs af alle Omniture-brugere

Í hverri heimsókn á vefsvæðið – óháð því hvort kökur eru notaðar eða ekki – skráir www. toysrus.is vafragerðina, stýrikerfið, hýsilaðsetur og vefaðsetur sem notuð eru til að fá aðgang að þeim síðum sem notandi vill skoða. Þessum gögnum er safnað til að vinna nafnlaust yfirlit sem notað er við tölfræðigreiningar á almennri notkun vefsvæðisins.

 

Varðandi auglýsingamiðlara

TOYS”R”US gerir reglulega samninga eða samkomulag um samstarf við fyrirtæki auglýsingamiðlara og þar af leiðandi verður kaka geymd á staðbundnum tækjum viðskiptavinar í hvert sinn sem hann smellir á auglýsingu, í því skyni að skrá notkun viðkomandi auglýsingar.

Tengiliðir, breytingar og uppfærslur á persónuverndarstefnu

TOYS”R”US skuldbindur sig til að uppfylla ævinlega kröfur um persónuvernd einstaklinga. Ef þú hefur spurningar um eða athugasemdir við persónuverndarstefnu okkar eða verklagsreglur um notkun persónulegra upplýsinga skaltu hafa samband við okkur á kundeservice@toysrus.dk