Wish list
Wish lists (0)
Wish lists (0)
Choose wish list
 

LEGO Boost

Ef þú og barnið þitt eruð aðdáendur LEGO-kubbanna eigið þið eftir að heillast af þessari nýju og frábæru vöru. Á þessu vefsvæði kynnum við fyrir þér nýja og háþróaða tækni sem við ábyrgjumst að muni örva sköpunargáfu barnsins þíns og hvetja það til að kanna nýjar og óþekktar lendur í heimi LEGO.

  • LEGO BOOST – kauptu nýja LEGO-verkfærið í TOYS”R”US

    Leyfðu þínu barni að upplifa ný og einstök ævintýri með nýja LEGO BOOST.Sæktu forritið og kauptu byggingarsettin fimm hjá TOYS”R”US.

  • Lego Boost intro
  • LEGO BOOST – kauptu nýja LEGO-verkfærið í TOYS”R”US

    Leyfðu þínu barni að upplifa ný og einstök ævintýri með nýja LEGO BOOST.Sæktu forritið og kauptu byggingarsettin fimm hjá TOYS”R”US.

  • Lego Boost intro

Gakktu inn í alveg nýjan LEGO-heim

Við hjá TOYS”R”US gefum þér og barninu þínu nú tækifæri til að kynna ykkur nánar glænýja og ótrúlega spennandi vöru – LEGO BOOST. Hér færð þú að kynnast fimm mismunandi og fjölnota byggingarsettum, sem munu, ásamt forriti sem þú getur sótt fyrir spjaldtölvuna þína, blása alveg nýju lífi í LEGO-kubbana þína.

LEGO BOOST er sérlega einfalt í notkun. Forritið leiðir þig gegnum allt ferlið með notendavænum leiðbeiningum, skref fyrir skref, sem gerir börnum á öllum aldri auðvelt að skilja og taka þátt í leiknum. 

Krúttleg dýr eða flottir bílar?

Við ábyrgjumst að eitthvert af byggingarsettunum fimm hentar barninu þínu. Ef þú átt strák sem elskar bíla og græjur verður hann örugglega hrifinn af „The Rover“ – ökutæki sem hægt er að smíða og stilla til að gera með ótrúlega margt sniðugt og flott. Börn sem elska dýr munu njóta þess að kynnast kettinum Frankie. Hann malar mikið og finnst gaman að leika sér, ef hann fær mikið af klappi og knúsi. „Auto builder“ er frábær fyrir krakka sem elska að sökkva sér niður í smáatriðin – með honum er hægt að skapa sínar eigin smásmíðar úr LEGO. Ef barnið er hins vegar gefið fyrir tónlist getur það búið til og sett saman margs konar hljóðbrellur með „The Guitar“ í skapandi leik. Vélmennið Vernie talar og hreyfir sig og höfðar til allra barna – stelpna sem stráka – sem finnst einfaldlega gaman að smíða og hanna.

Skoðaðu öll settin hjá TOYS”R”US

TOYS”R”US er eina verslunin sem býður upp á nýja LEGO BOOST og það er okkur sönn ánægja. Við teljum að þetta sé frábært leikfang fyrir börn, þar sem hér er hægt að sameina notkun raftækja og verklegan leik og virkni. Með nýja LEGO BOOST fær barnið þitt að nýta sér nýjustu og flottustu tæknina og við þorum næstum að lofa því að þú, sem foreldri, munir líka finna barnið í þér vakna til lífsins þegar þú byrjar að kynna þér málið.

Þess vegna ættir þú að hóa í barnið þitt og drífa þig í næstu TOYS”R”US til að skoða eitt eða fleiri þessara nýju, flottu setta – eða koma barninu á óvart með því að panta það hér á vefsvæðinu okkar!