0

Nerf

Filter by
Age
Price
Reset filter
Apply

Fyrir mörgum árum, meira að segja kannski áður en mamma og pabbi voru sjálf börn, fundu einhverjir snillingar upp á NERF. Þessir snillingar urðu heimsfrægir fyrir að finna upp bolta úr frauðblasti sem börn og foreldrar gátu kastað um innandyra. Það hafði enginn séð áður!

Síðan á áttunda áratuginum hefur ýmislegt breyst hjá NERF. Nýjar vörur birtast í sífellu. En hugmyndin er alltaf sú sama. Allir eiga að geta skemmt sér, án þess að neinn slasist. Með NERF er hægt að skemmta sér bæði innan- og utandyra. En hvernig vörur framleiðir NERF eiginlega?

Frauðskotavopn frá NERF

NERF framleiðir ýmiskonar frauðskotavopn, þar sem NERF-BLASTER er það allra þekktasta og vinsælasta. Settu skotin í byssuna og þú ert tilbúin til að byrja að skjóta! Skotin eru búin til úr frauðplasti svo enginn mun meiða sig. Hvorki þú, óvinur þinn, eða dýrmætu blómavasarnir hennar mömmu. Notaðu NERF-BLASTER þegar óvinirnir hafa náð að umkringja þig. Vertu búin að undirbúa þig vel og þú munt örugglega vinna bardagann.

NERF hafa þó framleitt annað og meira en brjálæðislega skemmtileg frauðskotavopn. Þeir hafa líka búið til fáránlega flottar vatnsbyssur. Þegar sumarið loksins kemur til Íslands er ekkert skemmtilegra en að skella sér út í vatnsslag. Safnaðu öllum bekkjarfélögunum saman og byrjaðu slaginn! Laumaðu þér upp að óvininum og sprautaðu vatni beint í hnakkann á honum - svo þau verði gegnvot. Vatnsslagir eru bara svo ótrúlega skemmtilegir!

Langar þig að eignast allra skemmtilegasta leikfangavopnið sem völ er á? Þá finnur þú pottþétt eitthvað fyrir þinn smekk hér hjá Toys”R”us. Við höfum nefnilega safnað saman öllum flottustu vopnunum frá NERF, til dæmis:

  • NERF-BLASTER byssum af ýmsum stærðum og gerðum. Taktu þær með í heimsókn til vinanna og komdu þeim á óvart með frauðskotum sem fljúga á ljóshraða!
  • NERF-BOGAR. Staflaðu tómum dósum upp og athugaðu hvort þú getir hitt þær allar. Þú þarft örugglega að æfa þig aðeins fyrst, en að lokum verðurðu orðin algjör ofurskytta
  • SUPER SOAKERS og aðrar skemmtilegar vatnsbyssur. Fullkomið fyrir hlýjan sumardag

Með NERF muntu pottþétt eiga skemmtilegan dag - hvaða vopn sem þú velur þér. Þú getur líka óskað þess að eignast þau öll, þá ertu alltaf til í slaginn. Mundu líka eftir aukaskotum.

NERF hjá TOYS”R”US

Við hjá Toys”R”us viljum helst alltaf vera í skemmtilegum leik. Þegar þú pantar frauðskotavopn frá Toys”R”us sendum við þau af stað um leið. Svo birtast þau fljótlega við útidyrnar þínar.

NERF-BLASTER, vatnsbyssur, bogar og margt fleira. Þú finnur þetta allt í netverslun okkar. Skoðaðu bara RISASTÓRA úrvalið af NERF vörum hér fyrir neðan.  

We use cookies Accept Read more